Skip to the content

Fréttir

Þann 17. desember 2019 var Frímerkja- og póstsögusjóður lagður niður og fjármunum sjóðsins deilt niður á Landsamband íslenzkra frímerkjasafnara og þrjú söfn, Skógasafn, Þjóðminjasafn Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands. Styrkveitingin var nýtt í margskonar starfsemi á söfnunum þremur og þann fyrsta desember næstkomandi frá klukkan 11:00 - 12:00 verður haldið málstofa um póst- og frímerkjasögu þar sem þrjú fræðsluerindi verða flutt. Málstofan er sam ...

Jazz undir fjöllum, árleg jazzhátíð í Skógum undir Eyjafjöllum, verður haldin í sautjánda sinn laugardaginn 18. júlí.   Aðaltónleikar hátíðarinnar fara fram í félagsheimilinu Fossbúð laugardagskvöldið 18. júlí kl. 21:00. Þar kemur fram kvartett söngkonunnar Andreu Gylfadóttur. Með henni leika þeir Kjartan Valdemarsson á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Þau munu flytja fjölbreytta dagskrá jazz- og blústónlistar.   ...

  Jazz undir fjöllum, árleg jazzhátíð í Skógum undir Eyjafjöllum, verður haldin í sautjánda sinn laugardaginn 18. júlí næstkomandi.Aðaltónleikar hátíðarinnar fara fram í félagsheimilinu Fossbúð laugardagskvöldið 18. júlí kl. 21:00.Í Skógakaffi verður boðið upp á tónlist laugardaginn 6. júlí frá kl. 14-17. Þar verða óformlegri tónleikar eða nokkurskonar jam session. Að venju er ókeypis inn á þessa tónleika og reiknað með að gestir geti komið og ...

Skógasafn hefur opnað á ný og er opið frá 10:00 - 17:00. Hlökkum til þess að fá ykkur aftur í heimsókn! ...

Kæru landsmenn til sjávar og sveita. Skógasafn lokar á morgun 24. mars og verður lokað næstu vikurnar vegna fyrirmæla almannavarna og embætti landlæknis. Við stefnum að því að opna aftur í maí. Farið vel með ykkur í millitíðinni og við hlökkum til að opna á nýjan leik með hækkandi sól. ...

Í ár eru liðin 70 ár frá stofnun Byggðasafnsins í Skógum ásamt Héraðsskólanum í Skógum og stendur til að fagna þessum merku tímamótum 15. september næstkomandi í Skógaskóla. Skógar undir Eyjafjöllum hefur vaxið og dafnað sem menningarsetur frá stofnun Héraðsskólans og Byggðasafnsins árið 1949 en engin kennsla hefur verið í Héraðsskólanum frá árinu 1999.  Skógasafn er á meðal elstu byggðasafna landsins og telur safnkosturinn nú um 18 þúsund muni, ...

Jazz undir fjöllum, árleg jazzhátíð í Skógum undir Eyjafjöllum, verður haldin í sextánda sinn laugardaginn 6. júlí. Aðaltónleikar hátíðarinnar fara fram í félagsheimilinu Fossbúð laugardagskvöldið 6. júlí kl. 21:00. Þar kemur fram tríó gítarleikarans Björns Thoroddsen ásamt söngkonunni og fiðluleikranum Unni Birnu Bassadóttur. Sigurgeir Skafti Flosason leikur á bassa og Skúli Gíslason á trommur. Þau munu flytja fjölbreytta dagskrá uppáhaldslaga ú ...

Jazz undir fjöllum, árleg jazzhátíð í Skógum undir Eyjafjöllum, verður haldin í fimmtánda sinn laugardaginn 14. júlí 2018.   Aðaltónleikar hátíðarinnar fara fram í félagsheimilinu Fossbúð laugardagskvöldið 14. júlí kl. 21:00. Þar koma fram jazzsöngkonurnar Kristjana Stefánsdóttir og Ragnheiður Gröndal, bæði sitt í hvoru lagi og saman. Með þeim leika þeir Agnar Már Magnússon á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Hópuri ...

Opnunartímar

Júní, júlí og ágúst frá 09:00 – 18:00

september - maí: 10:00 – 17:00

 

Leiðsagnir um safnið

Leiðsagnir um safnið eru í boði fyrir pantaða hópa sem telja tíu eða fleiri á ensku, þýsku og íslensku. Einnig gefst stundum kostur að fá leiðsögn á frönsku og norðurlandamálum.

Leiðsagnir eru í boði frá opnun og fram til klukkutíma fyrir lokun.

Meiri upplýsingar um pantanir fyrir hópa og leiðsagnir má nálgast á booking@skogasafn.is eða í síma 487 8845.