Júní, júlí og ágúst frá 09:00 – 18:00
september - maí: 10:00 – 17:00
Jazz undir fjöllum, árleg jazzhátíð í Skógum undir Eyjafjöllum, verður haldin í fimmtánda sinn laugardaginn 14. júlí 2018.
Aðaltónleikar hátíðarinnar fara fram í félagsheimilinu Fossbúð laugardagskvöldið 14. júlí kl. 21:00. Þar koma fram jazzsöngkonurnar Kristjana Stefánsdóttir og Ragnheiður Gröndal, bæði sitt í hvoru lagi og saman. Með þeim leika þeir Agnar Már Magnússon á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Hópurinn mun flytja fjölbreytt úrval þekktra jazzstandarda.
Í Skógakaffi verður boðið upp á tónlist laugardaginn 14. júlí frá kl. 14-17. Þar verður sígild jam session þar sem saxófónleikaranir Óskar Guðjónsson og Sigurður Flosason bregða á sprett ásamt þeim Agnari Má Magnússyni á píanó, Þorgrímui Jónssyni á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Ókeypis er inn á þessa tónleika og reiknað með að gestir geti komið og farið að vild á meðan á tónleikunum stendur.
Fyrri hátíðir í Skógum hafa fengið frábæra aðsókn og góða dóma. Hér er á ferðinni einstakt tækifæri til að njóta góðrar og fjölbreyttrar tónlistar í tengslum við lifandi náttúru Íslands eins og hún gerist fegurst. Aðstandendur hátíðarinnar eru Byggðasafnið í Skógum og Sigurður Flosason. Hátíðin nýtur stuðnings Rangárþings eystra, Skógasafns, Hótels Skóga og Hótels Eddu. Aðgangur er ókeypis í Skógakaffi, en aðgangseyrir er kr. 2.000 í Fossbúð.
Dagskráin er eftirfarandi:
Laugardagur 14. júlí
Byggðasafnið í Skógum – Samgöngusafn / Skógakaffi
Kl. 14:00-17:00 - Jamsession í Skógakaffi
Óskar Guðjónsson: saxófonn, Sigurður Flosason: saxófónn, Agnar Már Magnússon: píanó, Þorgrímur Jónsson: kontrabassi, Erik Qvick: trommur.
Félagsheimilið Fossbúð
Kl. 21:00 – Kristjana og Ragnheiður
Kristjana Stefánsdóttir: söngur, Ragnheiður Gröndal: söngur, Agnar Már Magnússon: píanó, Þorgrímur Jónsson: kontrabassi, Erik Qvick: trommur.
Júní, júlí og ágúst frá 09:00 – 18:00
september - maí: 10:00 – 17:00
Sími 487 8845
Leiðsagnir um safnið
Leiðsagnir um safnið eru í boði fyrir pantaða hópa sem telja tíu eða fleiri á ensku, þýsku og íslensku. Einnig gefst stundum kostur að fá leiðsögn á frönsku og norðurlandamálum.
Leiðsagnir eru í boði frá opnun og fram til klukkutíma fyrir lokun.
Meiri upplýsingar um pantanir fyrir hópa og leiðsagnir má nálgast á booking@skogasafn.is eða í síma 487 8845.