Skip to the content

70 ára afmæli Skógasafns

Í ár eru liðin 70 ár frá stofnun Byggðasafnsins í Skógum ásamt Héraðsskólanum í Skógum og stendur til að fagna þessum merku tímamótum 15. september næstkomandi í Skógaskóla. Skógar undir Eyjafjöllum hefur vaxið og dafnað sem menningarsetur frá stofnun Héraðsskólans og Byggðasafnsins árið 1949 en engin kennsla hefur verið í Héraðsskólanum frá árinu 1999.  Skógasafn er á meðal elstu byggðasafna landsins og telur safnkosturinn nú um 18 þúsund muni, sem var að mestu leyti safnað af fyrrum safnstjóra Þórði Tómassyni. Safnið hefur notið mikilla vinsælda og árlega skiptir gestafjöldi safnsins tugum þúsunda. Það hefur gert safninu kleift vinna mikið uppbyggingarstarf svo sem með byggingu Samgöngusafnsins, geymsluhúsnæði fyrir safngripi ásamt nýrri gestamóttöku. Safnið er í eigu héraðsnefnda Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu en á sér einnig góða bakhjarla.

Dagskrá:

  • Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra setur hátíðina í Skógaskóla klukkan 15:00
  • Ávörp flytja:
    • Ingvar Pétur Guðbjörnsson formaður stjórnar Skógasafns
    • Andri Guðmundsson forstöðumaður Skógasafns
    • Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður
    • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri Rangárþings eystra og formaður Héraðsnefndar Rangárvallasýslu
    • Eva Björk Harðardóttir formaður Héraðsnefndar Vestur-Skaftafellssýslu
    • Smári Ólason rannsakandi og starfsmaður Skógasafns
    • Þórður Tómasson fyrrum safnstjóri Skógasafns
  • Sigurður Ingi Jóhannsson opnar nýja sýningu um 70 ára sögu Skógasafns og Skógaskóla í Samgöngusafninu
  • Tónlistaratriði frá Valborgu Ólafs
  • Kaffiveitingar í Skógakaffi
  • Fornbílaklúbbur Íslands verður með fornbíla til sýnis

Formlegri dagskrá lýkur klukkan 18:00

Verið velkomin í 70 ára afmælisveislu Skógasafns.

Ánægjulegt er að geta fagnað þessum tímamótum í sögu safnsins og staðarins. Verið velkomin í 70 ára afmælisveislu Skógasafns.

Opnunartímar

Júní, júlí og ágúst frá 09:00 – 18:00

september - maí: 10:00 – 17:00

 

Leiðsagnir um safnið

Leiðsagnir um safnið eru í boði fyrir pantaða hópa sem telja tíu eða fleiri á ensku, þýsku og íslensku. Einnig gefst stundum kostur að fá leiðsögn á frönsku og norðurlandamálum.

Leiðsagnir eru í boði frá opnun og fram til klukkutíma fyrir lokun.

Meiri upplýsingar um pantanir fyrir hópa og leiðsagnir má nálgast á booking@skogasafn.is eða í síma 487 8845.