Skip to the content

Jazz undir fjöllum, árleg jazzhátíð í Skógum þann 18. júlí 2020

 

Jazz undir fjöllum, árleg jazzhátíð í Skógum undir Eyjafjöllum, verður haldin í sautjánda sinn laugardaginn 18. júlí næstkomandi.

Aðaltónleikar hátíðarinnar fara fram í félagsheimilinu Fossbúð laugardagskvöldið 18. júlí kl. 21:00.

Í Skógakaffi verður boðið upp á tónlist laugardaginn 6. júlí frá kl. 14-17. Þar verða óformlegri tónleikar eða nokkurskonar jam session. Að venju er ókeypis inn á þessa tónleika og reiknað með að gestir geti komið og farið að vild á meðan á tónleikunum stendur.

Nánari upplýsingar koma síðar.

Opnunartímar

Júní, júlí og ágúst frá 09:00 – 18:00

september - maí: 10:00 – 17:00

 

Leiðsagnir um safnið

Leiðsagnir um safnið eru í boði fyrir pantaða hópa sem telja tíu eða fleiri á ensku, þýsku og íslensku. Einnig gefst stundum kostur að fá leiðsögn á frönsku og norðurlandamálum.

Leiðsagnir eru í boði frá opnun og fram til klukkutíma fyrir lokun.

Meiri upplýsingar um pantanir fyrir hópa og leiðsagnir má nálgast á booking@skogasafn.is eða í síma 487 8845.