Skip to the content

Kinga með mynd af dýri (R-6634)

Skartgripur, men, frá 10. öld í Jalangurstíl. Kingur eru sjaldgæfar á Íslandi, aðeins eru skráð um 7 eintök. Algengustu fundarstaðir kingna eru kuml. Kingan er steypt úr koparblöndu og á framhlið eru leifar af skrautverki og gyllingu. Lágmynd sýnir dýr sem horfir aftur fyrir sig. Kingan er mjög svipuð kingu sem fannst í kumli í Granagiljum við Búland, V-Skaftafellssýslu (Kristján Eldjárn, 2000:380-381). Meðal einkenna Jalangurstíls eru löng bandlaga dýr sem fléttuð eru saman og tvöfaldar útlínur (Kristján Eldjárn, 2000: 442). 

Kinguna fann Þórður Tómasson, stofnandi og safnvörður Skógasafns, árið 2003 á fornu bæjarstæði í Reynifellssöldu, nálægt fjallinu Þríhyrningi í Rangárvallasýslu.
Stærð kingunnar er: 25,5 x 30 x 9,5 mm. Lykkja: 9,5 x u.þ.b. 2 mm.

Heimildir: Aðalheimild er Sarpur, menningarsögulegt gagnasafn. Um grip R-6634 er slóðin: http://www.sarpur.is/Leit.aspx?search=R-6634&filter=895&typeID=0
Kristján Eldjárn. (2000). Kuml og haugfé. Reykjavík. Mál og menning.

Leiðsagnir um safnið

Leiðsagnir um safnið eru í boði fyrir pantaða hópa sem telja tíu eða fleiri á ensku, þýsku og íslensku. Einnig gefst stundum kostur að fá leiðsögn á frönsku og norðurlandamálum.

Leiðsagnir eru í boði frá opnun og fram til klukkutíma fyrir lokun.

Meiri upplýsingar um pantanir fyrir hópa og leiðsagnir má nálgast á booking@skogasafn.is eða í síma 487 8845.