Skip to the content

Byggðasafn

Byggðasafnið í Skógum hefur gengið í gegnum margar breytingar frá því að sýningin var gerð aðgengileg fyrir almenning fyrsta desember 1949 í Skógaskóla. Frumkvöðull að stofnun safnsins var Þórður Tómasson og hefur hann átt veg og vanda af velferð safnsins allt frá upphafi.

Sjósóknardeild

Í deildinni er að finna yfirgripsmikið safn muna sem tengjast sjósókn og útræði frá sunnlenskum brimsöndum. Í sjóminjasal er höfuðprýði safnsins, áttæringurinn Pétursey, byggt árið 1855 og í notkun til ársins 1946. Lagið á skipinu miðast við brimlendingar á sandfjörum Suðurlands. Skipið var oft í förum til Vestmannaeyja. Lengst var því haldið úti í Máríuhliði við Jökulsá á Sólheimasandi.

Landbúnaðardeild

Agriculture - Skogasafn

Í landbúnaðardeildinni má sjá yfirlit muna sem tengjast störfum bænda fyrr átíð. Þar má sjá ýmis verkfæri sem notuð voru til mjólkurvinnslu, tóvinnu, smíði og fleira.

Húsmuna- og handverksdeild 

Í húsmuna- og handverksdeild má sjá marga hluti úr daglegu lífi fyrr á öldum,húsbúnað og skraut. Í suðurherbergi safnhússins frá 1954 eru fjölmörg sýnishorn af handverki kvenna og karla, í útsaumi, vefnaði, útskurður í horn og tré og fögur málmsmíði í látún og kopar frá reiðtygjum, mest eftir frægan smið, Ólaf Þórarinsson (1768-1840).

Náttúrugripadeild

Í deildinni má finna ýmis uppstoppuð dýr og  kynjaverur úr einkasafni Andrésar H. Valberg frá Mælifellaá í Skagafirði. Hér er meðal annars safn fugla, eggja, skordýra, plantna og steina. Beinagrindur eru uppsettar af Andrési, verk þolinmæði og nákvæmni. Meðal beinagrinda er köttur safnarans, Högni, sem stendur vígalega uppsettur.

Leiðsagnir um safnið

Leiðsagnir um safnið eru í boði fyrir pantaða hópa sem telja tíu eða fleiri á ensku, þýsku og íslensku. Einnig gefst stundum kostur að fá leiðsögn á frönsku og norðurlandamálum.

Leiðsagnir eru í boði frá opnun og fram til klukkutíma fyrir lokun.

Meiri upplýsingar um pantanir fyrir hópa og leiðsagnir má nálgast á booking@skogasafn.is eða í síma 487 8845.