Júní, júlí og ágúst frá 09:00 – 18:00
september - maí: 10:00 – 17:00
Héraðsskjalasafn Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga var formlega stofnað árið 1986.
Að safninu standa sveitarfélögin Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Sveitarfélögin og undirstofnanir þeirra eru afhendingaskyldir aðilar gagnvart skjalasafninu og hefur skjalasafnið því lögbundna hlutverki að gegna að varðveita skjöl sveitarfélaganna, bæði hinna fornu hreppa, og þeirra fimm sveitarfélaga sem nú eru til staðar.
Skjalasafnið hefur lögbundna eftirlitsskyldu gagnvart sveitarfélögunum og því er ætlað að vinna náið með sveitarfélögunum með það að markmiði að tryggja örugga meðferð og vörslu skjala með réttindi íbúa, hag stjórnsýslunnar og varðveislu sögu sveitarfélagana að leiðarljósi. Skjalasafnið býr fyrst og fremst yfir skjölum sveitarfélaganna og undirstofnana þeirra auk skjala frá fjölda félaga, fyrirtækja og einstaklinga.
Sumarið 2020 voru skannaðar fundargerðarbækur sveitarfélaga allt frá 1852 og talsvert fram á síðustu öld. Úr Rangárvallasýslu hafa verið skannaðar 3.357 blaðsíður og úr Vestur-Skaftafellssýslu 3.088 blaðsíður. Hægt er að nálgast efnið á vef Héraðsskjalasafns Árnesinga sem heitir www.myndir.myndasetur.is. Þar eru að auki að finna 26.000 myndir frá Ottó Eyfjörð sem flestar eru úr Rangárvalla- og Skaftafellssýslu. Einnig hafa um 8.000 myndir úr skjalasafninu verið skannaðar inn á vefsíðuna www.sarpur.is sem er menningarlegt gagnasafn.
Héraðsskjalavörður skjalasafnsins er Árný Lára Karvelsdóttir og er við á skjalasafninu í Skógum milli kl. 10 - 14 á mánudögum og þriðjudögum og á skrifstofu Rangárþings eystra milli kl. 10 - 14 á miðvikudögum.
Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið: arnylara@skogasafn.is
Júní, júlí og ágúst frá 09:00 – 18:00
september - maí: 10:00 – 17:00
Sími 487 8845
Leiðsagnir um safnið
Leiðsagnir um safnið eru í boði fyrir pantaða hópa sem telja tíu eða fleiri á ensku, þýsku og íslensku. Einnig gefst stundum kostur að fá leiðsögn á frönsku og norðurlandamálum.
Leiðsagnir eru í boði frá opnun og fram til klukkutíma fyrir lokun.
Meiri upplýsingar um pantanir fyrir hópa og leiðsagnir má nálgast á booking@skogasafn.is eða í síma 487 8845.