Skip to the content

Námulampi úr skipsstrandi

Gripur vikunnar er nr. S-1057, en þetta er öryggislampi notaður við námuvinnslu. Hann er enn eitt dæmi um ótrúlegan fjölbreytileika gripa hér á safninu sem að rekja má til strandaðra skipa. Þessi kom úr skipsstrandi við Meðalland, en ekki er vitað nákvæmlega ártalið, eða úr hvaða strandi. Árni Jónsson á Heiðarseli á Síðu gaf lampann á safnið.
Lampinn er merktur „Hailwoods & Ackroyd Ltd. / Makers / Hailwoods Improved Lamp Type 01A / Morley Leeds England.“
Hailwoods and Ackroyd framleiddu gler, lampa og ýmislegt annað undir því nafni nálægt Leeds í Englandi frá 1927 til 1957, þegar fyrirtækið var keypt af Hailwood Industries. Þar á meðal öryggislampa fyrir námur. Í Bretlandi hófst mikil kolanámuvinnsla með iðnbyltingunni og ein mesta hættan sem námuverkamenn gátu lent í var ef kveiknaði í náttúrulegu gasi í námunni. Það gat ollið lífshættulegum sprengingum.
Nauðsynlegt var að finna upp öryggislampa til að koma í veg fyrir að fólk bæri opinn eld í námunum sem gæti kveikt í gasinu. Fyrsti öryggislampinn af þessarri gerð var fundinn upp af Humphry Davy árið 1815. Lampar líkt og þessi gerðu mönnum kleift að vinna við næga lýsingu án þess að eiga hættu á sprengingum. Með tímanum var hönnunin bætt og var líka hægt að nota þá til að mæla hversu mikið gas var í námunni.

Leiðsagnir um safnið

Leiðsagnir um safnið eru í boði fyrir pantaða hópa sem telja tíu eða fleiri á ensku, þýsku og íslensku. Einnig gefst stundum kostur að fá leiðsögn á frönsku og norðurlandamálum.

Leiðsagnir eru í boði frá opnun og fram til klukkutíma fyrir lokun.

Meiri upplýsingar um pantanir fyrir hópa og leiðsagnir má nálgast á booking@skogasafn.is eða í síma 487 8845.