Skip to the content

Skrýtin glerflaska

Gripur vikunnar er nr. R-3922; ansi skrýtin glerflaska kölluð „torpedo“ flaska á ensku. Hún var gefin á safnið af Ólafi Skagfjörð Ólafssyni og Þórði Ólafssyni. Flaskan ber orðin „BELFAST“ og „CORRY“ á sitthvorri hliðinni, enda framleidd af William Corry & Co. í Belfast á Írlandi milli 1850-1910. Lagið á henni er vegna þess að svona flöskur voru fyrir sódavatn og máttu ekki standa, því að þá þornaði korkurinn í stútnum upp og var ekki lengur loftþéttur.
Flaskan er á sýningu okkar um sjómuni, því að á tímabili tók fólk í Vestmanneyjum upp á því að senda flöskupóst til meginlandsins. Það hófst kringum 1870, en fólk mun hafa tekið eftir því að ýmis reköld bárust furðufljótt frá eyjum upp í fjörur á suðurlandi. Það á að hafa verið Þorsteinn Jónsson héraðslæknir í Vestmanneyjum og Páll Pálsson „jökull“ sem að byrjuðu að senda flöskuskeyti úr eyjum. Þó er elsta heimild um flöskuskeyti frá Eyjum frá 1810. Það bar fréttir um að sóknarprestur Vestmanneyja, Jón Arason, væri látinn. Þessi óvenjulega póstþjónusta var ekki af ástæðulausu, því að á 19. öld barst póstur barst bara á einusinni í mánuði til eyja og jafnvel sjaldnar ef að veður var slæmt. Árið 1887 fengu Eyjamenn septemberpóstinn sinn ekki fyrr en í mars.
Best þótti að að varpa flöskum í sjóinn frá Vestmanneyjum þegar aðfall var að byrja. Þá skiluðu flöskurnar sér oftast til Landeyja. Dæmi voru um að það tæki aðeins 12 klst að fara þessa ca. 16km/8.5 sjómílu leið, þar til að einhver fann þær í fjörunni. Skilaboðin báru ekki frímerki nema ætlunin væri að koma þeim lengra í pósti. En fólk setti yfirleitt smá munntóbaksspotta með sem greiðslu til hvers sem fann skeytið. Þó skiluðu sér ekki allar flöskur á áfangastað, eins og við má búast. Til dæms endaði ein uppi alla leið í norður-Noregi!

Leiðsagnir um safnið

Leiðsagnir um safnið eru í boði fyrir pantaða hópa sem telja tíu eða fleiri á ensku, þýsku og íslensku. Einnig gefst stundum kostur að fá leiðsögn á frönsku og norðurlandamálum.

Leiðsagnir eru í boði frá opnun og fram til klukkutíma fyrir lokun.

Meiri upplýsingar um pantanir fyrir hópa og leiðsagnir má nálgast á booking@skogasafn.is eða í síma 487 8845.