Upplýsingar
Torfbæirnir í húsasafninu
Skógasafn varðveitir og sýnir menningararf Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga í atvinnutækjum til lands og sjávar, í listiðn, gömlum húsakosti, bókum, handritum og skjölum, allt frá landnámsöld til samtímans.
Samgöngusafnið miðlar sögu samgangna á Íslandi á 19. og 20. öld. Þar má finna ferðabúnað, fornbíla, vegagerðartæki og margt fleira. Einnig er saga póstþjónustu, rafvæðingar, fjarskipta og björgunarsveita rakin á sýningunni.
Safnið er opið:
Júní, júlí og ágúst frá 09:00 – 18:00
september - maí: 10:00 – 17:00
Safnið er lokað á aðfangadegi jóla, 24. desember, jóladag 25. desember og nýársdag 1. janúar.
Skógasafn
Skógar
861 Hvolsvöllur
Sími: 487 8845
Verðskrá 2024
Aðgöngumiðinn gildir fyrir bæði söfnin ásamt húsasafninu. Með miðanum fylgja bæklingar um safnið.
Fullorðnir: 2.750 kr.
Námsmenn og eldri borgarar: 1.900 kr.
Börn 12 - 17 ára: 1.500 kr.
Fjölskyldumiði: 6.000 kr. (Gildir fyrir tvo fullorðna og börn 17 ára og yngri)
Ókeypis aðgangur er fyrir börn yngri en 12 ára (í fylgd með forráðarmönnum).
Meiri upplýsingar um pantanir fyrir hópa og leiðsagnir má nálgast á booking@skogasafn.is eða í síma 487 8845.
Leiðsagnir um safnið eru í boði fyrir pantaða hópa sem telja tíu eða fleiri á ensku, þýsku og íslensku. Einnig gefst stundum kostur að fá leiðsögn á frönsku og norðurlandamálum.
Leiðsagnir eru í boði frá opnun og fram til klukkutíma fyrir lokun.
Júní, júlí og ágúst frá 09:00 – 18:00
september - maí: 10:00 – 17:00
Sími 487 8845